Stækkun skapar 550 störf í sumar

Álverið í Straumsvík
Álverið í Straumsvík

„Straumhækkunarverkefnið er mjög viðamikið og fjölþætt og vinnustundir í því eru þegar orðnar vel á aðra milljón. Einn hluti þess, sem snýr að straumleiðarabreytingum, kallar á um 300 málmiðnaðarmenn, einkum sérhæfða álsuðumenn.“

Þetta segir Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, um þau störf sem skapast vegna stækkunar á framleiðslugetu álversins. Til viðbótar segir hún aðra hluta verksins kalla á um 250 starfsmenn til viðbótar á þessu ári, við uppsetningu á vélum og tækjum.

„Mikill meirihluti málmiðnaðarmannanna verður væntanlega erlendur, enda getur innlendi markaðurinn ekki útvegað nema brot af því sem við þurfum til verksins. Áætlað er að sá hluti verksins sem þeir sinna standi í fimm mánuði, frá ágúst fram í desember,“ segir Rannveig.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að fyrir utan þau 550 störf sem stækkunin skapar hafa til viðbótar á annað hundrað verkfræðingar og tæknifræðingar verið í fullu starfi hjá verkfræðistofunni HRV við að sjá um verkið, auk þess sem hátt í þrjú hundruð verktakar hafa komið að því frá því um mitt síðasta ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert