Efla tæknimenntun á Íslandi

Háskólinn í Reykjavík.
Háskólinn í Reykjavík. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Háskólinn í Reykjavík og menntafyrirtækið Skema hafa gert með sér samstarfssamning sem miðar að því að efla tæknimenntun á Íslandi. HR og Skema telja mikilvægt  að greiða veg tæknimenntunar á öllum skólastigum í íslensku skólakerfi, þar sem tæknikunnátta komandi kynslóða er hagsmunamál okkar allra. Í samningnum felst meðal annars að HR eignast 15% hlut í Skema.

Rannsóknir sýna að ef börn á grunnskólaaldri læra meira í tæknitengdum greinum efla þau námsgetu sína á fleiri sviðum, svo sem í tungumálum og í raungreinum, segir í tilkynningu.

Fyrirtækið Skema hefur þróað aðferðafræði til að kenna börnum að forrita, sem byggist á rannsóknum úr sálfræði, kennslufræði og tæknifræði. Fyrirtækið stendur fyrir námskeiðum í forritun fyrir börn auk þess að rannsaka áhrif slíks náms á hugrænan þroska barna, sjálfsmat þeirra, líðan og námsgetu í öðrum greinum. Sem dæmi má nefna að fyrirtækið  hefur náð góðum árangri í kennslu fyrir börn með frávik í hegðun og þroska.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert