„Glerbrotum rigndi yfir leiksvæði“

„Við sáum þetta út um eldhúsgluggann, það var eins og sterkur jarðskjálfti hefði riðið yfir, hér hristist allt og skalf,“ segir íbúi í Ofanleiti í Reykjavík, í nágrenni fjölbýlishúss þar sem sprenging varð í íbúð um ellefuleytið í morgun.

„Glerbrotunum rigndi yfir barnaleiksvæði sem er fyrir framan stofugluggann á íbúðinni en sem betur fer voru engin börn þar. Bílaplanið er þakið glerbrotum, þau hafa líklega þeyst 40-50 metra.“

Að sögn sjónarvotta eru glerbrot á víð og dreif í nágrenni hússins.

Frétt mbl.is: Einn slasaður eftir sprengingu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert