Samfelld úrkoma sunnanlands

Svona var Reykjavík í morgun.
Svona var Reykjavík í morgun. Þórður Arnar Þórðarson

Grunn lægðarmiðja er yfir landinu vestanverðu og er hún á austurleið. Í kringum
lægðina er éljaloft og bakki með samfelldri úrkomu sunnanlands, samkvæmt upplýsingum veðurfræðings Vegagerðarinnar. Í kjölfar
lægðarinnar kemur hæðarhryggur með þurru, en köldu lofti. Vaxandi lægð á
Grænlandshafi á morgun og slydda og snjókoma frá skilum hennar vestanlands um og
upp úr miðjum degi.

Færð og aðstæður

Vegir eru að mestu orðnir auðir á Suðurlandi en á Vesturlandi og Vestfjörðum er enn víða nokkur hálka eða snjóþekja, einkum á fjallvegum. Snjóþekja er norður í Árneshrepp.

Hálka eða hálkublettir eru á köflum á Norðurlandi og sumsstaðar él.  Snjóþekja er á Siglufjarðarvegi.

Hálka og hálkublettir eru á Mývatns- og Möðrudalsöræfum en vegir á Austurlandi eru aftur á móti víðast greiðfærir. Hálkublettir eru þó á Fjarðarheiði. Á Suðausturlandi eru hálkublettir á köflum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert