Ekki verði hróflað við Reykjavíkurflugvelli fyrr en viðunandi lausn finnst fyrir alla

Reykjavíkurflugvöllur úr lofti.
Reykjavíkurflugvöllur úr lofti. mbl.is/RAX

Umræða um framtíð Reykjavíkurflugvallar og innanlandsflugs fór fram á fundi bæjarstjórnar Akureyrar á þriðjudaginn.

Njáll Trausti Friðbertsson, fulltrúi D-lista, lagði fram tillögu að bókun og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Í bókuninni er lýst yfir þungum áhyggjum af þeim áhrifum sem langvarandi óvissa um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri veldur. „Það verður ekki lengur við það unað að áformað sé að skerða stórkostlega lífsnauðsynlegar flugsamgöngur landsmanna við höfuðborg landsins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Bæjarstjórn Akureyrar skorar á Reykjavíkurborg og ríkisvaldið að þau nái samkomulagi um að hrófla ekki við Reykjavíkurflugvellinum í Vatnsmýri fyrr en viðunandi lausn finnst fyrir alla landsmenn, með líkum hætti og gert var með Bromma-flugvöll í Stokkhólmi þar sem öryggishagsmunir Svíþjóðar voru hafðir að leiðarljósi. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg virði það samkomulag sem er í gildi milli hennar, ríkisins og Icelandair group. Brýnt er að öryggi innanlandsflugs í Vatnsmýri verði tryggt. Með þeim hætti einum getur Reykjavík verið höfuðborg landsmanna allra,“ segir í bókuninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert