Lásu alla Passísálmana

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Seltjarnarneskirkja var meðal þeirra kirkna þar sem allir 50 Passíusálmarnir voru lesnir í dag á Föstudaginn langa. Hefur þetta orðið að hefð í kirkjunni síðan Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona flutti alla sálmana ein í Seltjarnarneskirkju fyrir nokkrum árum, en það var í fyrsta skipti sem vitað er til að kona hafi lesið þá alla upp opinberlega á einum degi.

Lesturinn nú önnuðust 19 lesarar á ýmsum aldri af Seltjarnarnesi og úr vesturbæ Reykjavíkur. Stóð lesturinn frá kl. 13 og lauk um kl. 18. Milli lestra fluttu þeir Örnólfur Kristjánsson og Friðrik Vignir Stefánsson fallega tónlist á selló og orgel. Áheyrendur létu vel yfir þessu framtaki sóknarnefndar og Listvinafélags Seltjarnarneskirkju sem skipulögðu lesturinn undir forystu Þórleifs Jónssonar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert