Lokað í Skálafelli og Bláfjöllum

Skíðasvæði eru víða opin í dag.
Skíðasvæði eru víða opin í dag. mbl.is/Ómar

Lokað er í Skálafelli og Bláfjöllum í dag vegna hvassviðris. Hins vegar verða skíðasvæði opin víða um landið í dag.

Í Oddsskarði verður opið frá klukkan 10 til 17 og síðan aftur frá klukkan 20 til 23. Þar er frábært veður og eru allar brautir sléttar, samkvæmt upplýsingum frá Skíðamiðstöð Austurlands.

Skíðasvæði Ísafjarðar verður opið í dag milli klukkan 10 og 17. Klukkan sjö í morgun var vestan 3 m/s á svæðinu, 11 m/s í hviðum og hiti -3 gráður.

Opið verður frá klukkan 10 til 16 í Stafdal. Þar er suðvestan vindur sex til átta metrar á sekúndu og hitastigið í kringum frostmark.

Það verður mikið um að vera í Stafdal í dag, svo sem brettanámskeið, sleðahundar, þotubraut fyrir yngstu krakkana, göngubraut og svo framvegis.

Skíðasvæðið á Siglufirði verður jafnframt opið frá klukkan 10 til 16 í dag. Klukkan níu í morgun var vindur tvær til átta metrar á sekúndu, frost eitt stig og léttskýjað. Er sama góða færið og var á fimmtudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert