Ýmsar varnir við páskahretinu

Þessi herramaður lét páskahretið ekki á sig fá þegar hann …
Þessi herramaður lét páskahretið ekki á sig fá þegar hann gekk um miðborg Reykjavíkur í dag með kókdós í hönd. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þrátt fyrir hryssingslegt veður á höfuðborgarsvæðinu í dag létu margir sig hafa það að reka út nefið og fá sér ferskt loft, sumir dúðaðir í hlífðarföt en aðrir uppdubbaðir í kjólföt með kúluhatt.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður áfram suðvestanátt með 8-13 metrum á sekúndu en 10-15 m/s í éljum. Má því áfram má eiga von á nokkrum hryðjum fram eftir degi á morgun, því ekki dregur úr vindi fyrr en síðdegis. Hiti verður 0 til 4 stig.

Loðhetturnar komu sér vel hjá þessum vinkonum sem gengu um …
Loðhetturnar komu sér vel hjá þessum vinkonum sem gengu um miðborgina í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson
Inn á milli éljahryðja skein sólin öðru hverju á höfuðborgarsvæðinu …
Inn á milli éljahryðja skein sólin öðru hverju á höfuðborgarsvæðinu í dag og því ekki vanþörf á sólgleraugum heldur. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert