Enginn í fangageymslunni

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fagnar því sérstaklega að enginn hafi gist fangageymslu í nótt. Það segir lögreglan „mjög ánægjulegt“. Í ýmsu var þó að snúast í gærkvöldi og nótt.

Tveir voru teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna: Þeir voru báðir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Þá voru þrír teknir vegna gruns um ölvun við akstur. 

Lögreglan sem sinnir Hafnarfirði-Garðbæ-Álftanesi stöðvaði fjóra menn í nótt og við leit á þeim fundust ætluð fíkniefni. Þeir voru lausir að lokinni skýrslutöku

 Um kl. 3 í nótt var tilkynnt um þjófnað á áfengi af bar í miðborginni. Þjófurinn komst undan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert