Framsóknarfundi frestað

Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson mbl.is/Frikki

Fundi kjördæmasambands framsóknarmanna í Reykjavík sem fara átti fram í fyrramálið hefur verið frestað. Þetta kemur fram á vef Framsóknarflokksins.

Þar segir jafnframt: 

„Af óviðráðanlegum orsökum er aukakjördæmisþingi KFR sem halda átti fimmtudaginn 24. apríl frestað til þriðjudagsins 29. apríl. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem breytingin kann að valda.

Boðað er til aukakjördæmaþings KFR þriðjudaginn 29. apríl að Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík, kl. 19.30.“

Eins og fram kom á mbl.is í dag stóð til að leggja fram nýjan framboðslista á fundinum vegna borgarstjórnarkosninganna í lok maí með Guðna Ágústssyni í 1. sæti.

Samkvæmt heimildum er ástæða þess að fundinum hefur verið frestað sú að framboðslistinn er ekki endanlega frágenginn.

Frétt mbl.is: Segir niðurstöðu liggja fyrir hjá Framsókn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert