Jarðskjálfti á Reykjaneshrygg

Jarðskjálfti að stærð 3,4 átti sér stað í kvöld á Reykjaneshrygg. Skjálftinn varð klukkan 19:41 samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Veðurstofu Íslands og átti upptök sín um sex kílómetra norðaustur af Eldey.

Ennfremur kemur fram að á annan tug eftirskjálfta hafi fylgt í kjölfarið. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er svæðið stöðugt. Heimildir mbl.is herma að skjálftans hafi orðið vart meðal annars í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert