Bloomberg og Ólafur í samstarf

Ólafur Elíasson vill gefa fátækum kost á ódýrri sólarorku.
Ólafur Elíasson vill gefa fátækum kost á ódýrri sólarorku. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Góðgerðarsjóður í vegum Michaels Bloombergs hefur fjárfest í fyrirtæki á vegum Ólafs Elíassonar myndlistarmanns fyrir 5 milljónir dollara, eða sem svarar liðlega 560 milljónum króna.

Fyrirtækið Little Sun býr til meðfærilega lampa knúna sólarorku sem eru hannaðir af stofnendum þess, Ólafi Elíassyni og Frederik Ottesen verkfræðingi.

Fyrirtækið starfar með fólki í þróunarlöndum við að selja lampa til heimila þar sem rafmagn er af skornum skammti eða jafnvel ófáanlegt. Lamparnir eru seldir á viðráðanlegu verði fyrir fjölskyldur sem fram að þessu hafa þurft að reiða sig á mengandi og dýr efni til lýsingar.

Little Sun er því samfélagslegt fyrirtæki í þeim skilningi að það leggur ríkari áherslu á að leysa samfélagsleg vandamál en að hámarka hagnað.

Þetta mun vera fyrsta áhrifafjárfesting Bloomberg góðgerðarsjóðsins og mun hann jafnframt veita Little Sun lánafyrirgreiðslu á lágum vöxtum. Það mun gera fyrirtækinu kleift að veita heimilum, skólum og litlum atvinnurekstri á fátækum svæðum Afríku hreina orku á viðráðanlegu verði.

Áður en til fjárfestingarinnar kom gerði Bloomberg-sjóðurinn ítarlega áreiðanleikakönnun á viðskiptalíkani Little Sun. Niðurstaðan var sú að sjóðurinn telur að lampar knúnir af sólarorku geti haft geysilega jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag.

Michael Bloomberg er fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar og einn auðugasti maður Bandaríkjanna. Góðgerðarsjóður Bloombergs ráðstafaði samtals um 452 milljónum dollara á síðasta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK