Hunds leitað eftir árekstur

mbl.is/Hjörtur

Harður árekstur varð í Eyjafirði í dag, þar sem tveir bílar skullu saman á gatnamótum við Eyjafjarðarbraut eystri, skammt frá Leirubrú. Meiðsl fólksins eru ekki talin alvarleg, en í öðrum bílnum var hundur sem hljóp í burtu eftir áreksturinn og er hans nú leitað.

Fram kemur á norðlenska fréttavefnum Vikudegi að báðir bílarnir séu mikið skemmdir og valt annar þeirra á hliðina. Loka þurfti veginum um tíma.

Tveir voru í öðrum bílnum en aðeins ökumaðurinn í hinum. Fólkið var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri en meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg.

Sjá nánar á vef Vikudags

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert