Afhenti forseta Íran trúnaðarbréf

Hassan Rouhani, forseti Írans.
Hassan Rouhani, forseti Írans. AFP

Gunnar Pálsson sendiherra afhenti í dag forseta Íslamska lýðveldisins Írans, Hassan Rouhani, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Íran með aðsetur í Osló við hátíðlega athöfn í Teheran.

Af þessu tilefni átti sendiherrann fundi með forsetanum og ráðamönnum í Teheran, þar sem einkum var rætt um alþjóðamál og tvíhliða samskipti ríkjanna. Einnig hefur sendiherrann átt fundi með utanríkisráðherra Írans, dr. Mohammad Javad Zarif, og öðrum háttsettum embættismönnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert