Rannsóknardufl fannst á reki

Skipverjar á Öldunni HU-112 frá Skagaströnd sigldu fram á rannsóknardufl á reki þegar þeir voru á landleið  úr línuróðri í morgun. Þeir tóku duflið um borð og höfðu samband við Landhelgisgæsluna því ekki er ljóst um hvers konar dufl er að ræða.

Gæslan sendi sprengjusérfræðing á staðinn til að ganga úr skugga um hvort hætta gæti stafað af duflinu. Að sögn hans er duflið hættulaust, einhvers konar sjómælingadufl af ókunnum uppruna. Áletranir á duflinu eru á ensku en það er um það bil 180 cm langt og 15 cm að þvermáli.

Duflið mun fara í hendur Landhelgisgæslunnar til frekari rannsókna þar sem reynt verður að komast að því hvers konar dufl þetta er og hver er eigandi þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert