RÚV aðeins aðgengileg í gegnum afruglara

Ríkisútvarpið
Ríkisútvarpið mbl.is/Sigurður Bogi

Öll dagskrá Ríkisútvarpsins í sjónvarpi verður send út stafrænt frá og með næstu áramótum. Verður þá ekki lengur hægt að ná útsendingum RÚV í eldri sjónvarpstækjum nema með því að tengja stafræna móttakara, eða afruglara, við þau. Tugir þúsunda landsmanna þurfa að gera ráðstafanir til að bregðast við þessu.

Þetta kemur fram á vefsvæði Ríkisútvarpsins. Þar segir einnig að ástæða þess að skipt sé úr hliðrænum útsendingum í stafrænar sé að varahlutir í gömlu sendana kosta á við þrjá nýja senda. 

Þá segir að í fyrradag hafi hliðrænum útsendingum verið hætt á Suðurlandi, þeim verði hætt í september á Norðausturlandi og í árslok verði útsendingar RÚV stafrænar á höfuðborgarsvæðinu og þar með á landinu öllu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert