„Vildi læra að verja mig“

Hinn níu ára gamli Mikael Viðar Ægisson stundar kínversku bardagalistirnar wushu af krafti. Hann byrjaði að æfa hjá Heilsudrekanum fyrir tveimur árum, en honum finnst íþróttin gríðarlega skemmtileg og stefnir á framtíð í henni. Mikael kom nýlega heim af Evrópumeistaramóti í Belgíu þar sem hann keppti í undirgreininni qigong og vann til verðlauna.

Wushu á rætur að rekja til ævafornrar kínverskrar bardagalistar, en Kínverjar stunduðu hana bæði sem sjálfsvörn og leið til þess að styrkja líkama og sál. Í dag á íþróttin ýmsar undirgreinar og er stunduð bæði sem bardagi og sýningarlist. 

Vefsíða Wushu-félags Reykjavíkur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert