Kviknaði í gaskút á svölum

Á myndinni sjást grind úr gasgrilli, ónýtur brennari, bráðnaður gaskútur …
Á myndinni sjást grind úr gasgrilli, ónýtur brennari, bráðnaður gaskútur og stálkútur sem hefur lent í eldi. mbl.is/Júlíus

Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út um kvöldmatarleytið í gær, þegar eldur kom upp í gaskúti á svölum íbúðarhúss. Að sögn lögreglu náðist að skrúfa fyrir gasið á kútnum áður en frekari hætta varð af honum.

Engar skemmdir urðu því né slys á fólki. Talið er að leiðsla milli gaskúts og grills hafi lekið og eldur komist að. Lögregla áminnir fólk um að huga að leiðslum og tengingum á gaskútum áður en eldur er meðhöndlaður í kringum þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert