Leikskólinn opnaður á ný

Leikskólinn Krílakot á Kópaskeri.
Leikskólinn Krílakot á Kópaskeri. Ljósmynd/www.kopasker.123.is

Leikskólinn Krílakot á Kópaskeri verður formlega opnaður aftur þann 18. ágúst næstkomandi en hann hefur ekki verið starfræktur undanfarin þrjú ár vegna fárra barna í bænum.

Guðrún S. Kristjánsdóttir, skólastjóri Öxarfjarðarskóla og yfirstjórnandi Krílakots, segir opnunina vera ánægjulega fyrir íbúa Kópaskers. „Það er verið að bæta þjónustuna heilmikið fyrir foreldra með lítil börn. Kópasker er lítið þorp og með því að opna deildina aftur eru börnin nær foreldrunum og þeirra vinnustað,“segir Guðrún í Morgunblaðinu í dag.

Undanfarin ár hafa foreldrar barna á leikskólaaldri þurft að senda börn sín með rútu frá Kópaskeri til Lundar í Öxarfirði, til að sækja leikskólaþjónustu en þangað er um 20 mínútna akstur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert