Reykjavíkurdætur með nýtt myndband

Reykjavíkurdætur rífa þakið af húsinu.
Reykjavíkurdætur rífa þakið af húsinu. Styrmir Kári

Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur gefið út nýtt myndband í tilefni Druslugöngunnar sem verður haldin í fjórða sinn laugardaginn 26. júlí. Myndbandið var frumsýnt í Íslandi í dag fyrr í kvöld en lagið ber nafnið D.R.U.S.L.A.

Lagið samdi Halldór Eldjárn ásamt Högna Egilssyni en þær Salka Valsdóttir, Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir, Steiney Skúladóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir, meðlimir Reykjavíkurdætra, sáu um textagerð. Með þeim syngur Ásdís María Viðarsdóttir.

Leikstjórn myndbandsins var í höndum Arnars Huga Birkissonar, en honum til aðstoðar við upptökur voru Jónas Alfreð Birkisson og Pétur Geir Magnússon. Stílisti var Antonía Lárusdóttir.

Myndbandið má sjá hér að neðanverðu.

Fyrri fréttir mbl.is af Druslugöngunni:

Hvetja alla þingmenn til aðgerða

Færir ábyrgðina á gerendur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert