Útvarpssendar RÚV í Öxarfirði tengdir varasamböndum

Útvarpshúsið í Efstaleiti.
Útvarpshúsið í Efstaleiti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Útvarpssendar RÚV í Öxarfirði hafa í nokkra mánuði verið tengdir varasambandi eftir að mastur á Viðarfjalli féll um síðustu áramót. Umrætt mastur þjónaði útvarpssendingum til útvarpsendurvarpa í Öxarfirði. Þetta varasamband bilaði fyrir tveim vikum og hefur truflana gætt á útsendingum í kjölfarið.

Þetta segir í tilkynningu frá Vodafone vegna fréttar um að FM-út­send­ing Rás­ar 1 og Rás­ar 2 á Kópaskeri hafi verið „gjör­sam­lega handónýt“ í næst­um tvær vik­ur. Í tilkynningu Vodafone segir að þetta hafi verið lagfært.

„Tæknimenn Vodafone hafa síðustu vikur unnið að bættu fyrirkomulagi útvarpssendinga RÚV á þessu svæði. Ætti  það að bæta upplifun allra útvarpshlustenda RÚV í Öxarfirði til framtíðar. Þessa dagana er m.a. unnið að því að reisa nýtt mastur á Viðarfjalli í stað þess sem féll í vetur.

Frá því Vodafone tók við rekstri dreifikerfa RÚV 1. apríl 2013 hefur kapp verið lagt á að yfirfara eldri senda og endurnýja þar sem við á. Markmiðið er ávallt að tryggja landsmönnum greiðan aðgang að útsendingum útvarps allra landsmanna, á öllum tímum,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert