Myndbönd á Facebook éta upp gagnamagnið

Breytingar á Facebook eru tíðar
Breytingar á Facebook eru tíðar AFP

Breytingar á Facebook eru örar og notendum oft til nokkurs ama. Að minnsta kosti þar til þær venjast. Í nýjustu útgáfu Facebook-appsins fyrir snjallsíma spilast öll myndbönd sem birtast í fréttaveitunni sjálfkrafa. Notendur taka hins vegar ekki alltaf eftir því vegna þess að hljóðið fer einungis á þegar smellt er á myndbandið sjálft.

Breytingarnar koma auglýsendum eflaust vel en notendum síður þar sem kostnaðarsamt getur verið að opna hvert einasta myndband og dýrt er að greiða fyrir umframnotkun þegar viðskiptavinir símfyrirtækja fara yfir fyrirfram keypt gagnamagn.

Myndbönd eru frekari á gagnamagn en hefðbundin notkun að sögn Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, og bendir viðskiptavinum á að vera í réttri þjónustuleið miðað við gagnamagnsnotkun.

Hlín Elfa Birgisdóttir er ein þeirra sem lent hefur í því að samskiptasíðan éti upp gagnamagnið og segir eitt gígabæt hafa horfið á tveimur vikum af Facebook flettingum. „Mér var síðan bent á að þetta væri stillingaratriði en það var ömurlegt að eyða öllu gagnamagninu í þetta á svo skömmum tíma og ég held að fólk átti sig almennt ekki á þessu,“ segir hún.

Gunn­hild­ur seg­ir að þjón­ustu­veri Sím­ans hafi ekki borist kvart­an­ir frá viðskipta­vin­um vegna breyttrar Facebook. „Þeir sem kjósa hins vegar að hafa Facebook-síðuna sína án þess að myndböndin spilist geta með einföldum hætti stillt það í appinu sjálfu."

Hægt er að stilla myndböndin af í símanum þannig að þau ýmist spilist alltaf sjálfkrafa, einungis í þráðlausu neti eða aldrei. Hér má sjá leiðbeiningar fyrir Iphone síma.

Í fyrsta skrefi er farið inn í „Settings
Í fyrsta skrefi er farið inn í „Settings" og Facebook appið valið.
Næst er „Settings“ í Facebook appinu valið.
Næst er „Settings“ í Facebook appinu valið.
Því næst er „Autoplay“ valið.
Því næst er „Autoplay“ valið.
Þá er að lokum hægt að velja hvort myndböndin spilist …
Þá er að lokum hægt að velja hvort myndböndin spilist alltaf sjálfkrafa, einungis í þráðlausu neti eða aldrei.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert