Druslur fjölmenntu í bæinn

Druslugangan var farin í fjórða sinn frá Hallgrímskirkju í dag. Mikill fjöldi fólks tók þátt í göngunni að þessu sinni, veðrið var ljúft og stemningin afar góð.

Gangan hófst við Hallgrímskirkju klukkan tvö og var gengið niður Skólavörðustíg, Bankastræti og endað á Austurvelli. Þar tóku við fundarhald og tónleikar.

Þetta er fjórða árið í röð sem gang­an er far­in hér á landi en víða er­lend­is er hefð fyr­ir göng­unni und­ir heit­inu Slut Walk. Til­urð göng­unn­ar má rekja til um­mæla sem lög­reglu­stjór­inn í Toronto lét eitt sinn falla um að nauðgan­ir væru á viss­an hátt á ábyrgð kvenn­anna sjálfra sem fyr­ir þeim yrðu. Frjáls­leg­ur klæðaburður og stutt pils ýttu und­ir nauðgan­ir.

Um­mæli lög­reglu­stjór­ans voru kveikj­an að göng­unni þar sem megin­áhersl­an er lögð á að ábyrgð kyn­ferðis­glæpa fær­ist frá þolend­um til gerenda. Ekki sé hægt að af­saka gjörðir þeirra sem fremja kyn­ferðis­glæpi með klæðaburði fórn­ar­lamba, ástandi þeirra eða hegðun.

Að þessu sinni er at­hygl­inni beint að dóms­kerf­inu og því að mörg til­kynnt kyn­ferðis­brot enda ekki með ákæru held­ur falla niður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert