Vilja afgreiða drög að nýju skipulagi á Geysi

Geysir í Haukadal.
Geysir í Haukadal. mbl.is/Kristinn

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að vísa drögum að lýsingu á skipulagsverkefninu „Deiliskipulag fyrir Geysissvæðið“ til afgreiðslu hjá skipulagsfulltrúa og fulltrúa Bláskógabyggðar í vinnu við skipulagsmál Geysissvæðisins.

Drögin voru lögð fram á fundinum. Fram kemur í fundargerðinni að byggðaráðið óski eftir að afgreiðslu skipulagsnefndar liggi fyrir sem fyrst þannig að hægt verði að taka formlega afstöðu til lýsingarinnar á næsta fundi ráðsins.

Jafnframt var samþykkt á fundinum að ganga frá samningi við fyrirtækið Landmótun sf. um gerð deiliskipulagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert