Blíðskaparveður á Húsavík

Frá Mærudögum á Húsavík.
Frá Mærudögum á Húsavík. Hafþór Hreiðarsson

Hiti fór í 23,1 gráðu á Húsavík í dag. Mærudagar voru haldnir þar um helgina og heppnuðust að sögn aðstandenda vel. Fólk er hins vegar farið að tínast úr bænum, því von er á rigningu, en góðviðri er spáð á höfuðborgarsvæðinu næstu daga.

Næsta sólarhringinn er spáð suðaustan og austan 5-10 metrum á sekúndu og rigningu eða súld, en úrkomulitlu norðantil í fyrstu. Norðan 5-13 í nótt og á morgun. Víða verður rigning en styttir upp og léttir til sunnan- og vestantil á landinu. Hiti 8 til 19 stig á morgun, hlýjast sunnanlands.

Nánar á veðurvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert