Byggir grjótgarð fyrir þorp í Noregi

Vinnuvélar og skip eru notuð við byggingu garðsins.
Vinnuvélar og skip eru notuð við byggingu garðsins. Ljósmynd/Ístak

Verktakafyrirtækið Ístak vinnur nú að byggingu grjótgarðs í Sørøya í Noregi. Þorgils Arason, staðarstjóri Ístaks á svæðinu, segir verkið ganga vel.

„Við stefnum að verklokum eftir rúman hálfan mánuð. Garðurinn er til þess gerður að bæta hafnaraðstöðu bæjarins, en um er að ræða lítið sjávarþorp,“ segir Þorgils. Meðal annars er notast við grjót úr garði sem reistur var umhverfis rússneska skipið Múrmansk, sem strandaði þar árið 1994.

Sørøya er mjög norðarlega í Noregi en Þorgils segir að Ístak hafi þó unnið norðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert