Tvær bílveltur á Austurlandi

Tvær bílveltur áttu sér stað á Austurlandi í dag.
Tvær bílveltur áttu sér stað á Austurlandi í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Tvær bílveltur áttu sér stað í umdæmi sýslumannsins á Seyðisfirði í dag.

Í fyrra tilfellinu reyndist vera um alvarlegt slys að ræða. Það átti sér stað í Fagradal um klukkan hálf sjö í morgun. Ökumaðurinn var einn í bílnum og var fluttur alvarlega slasaður með sjúkraflugi til Reykjavíkur vegna slyssins.

Annað tilfellið átti sér stað á hringveginum á Jökuldalsheiði. Bílstjóri hafði misst bílinn útí kannt með þeim afleiðingum að hann valt útaf vegi. Þar voru fjórir í bíl ásamt tveimur hundum. Allir hafa verið fluttir með minniháttar meiðsli til Egilsstaða í læknisskoðun. Um var að ræða móðir, sem ók bílnum, ásamt tveimur uppkomnum dætrum og tengdasyni, að sögn lögreglu. Tilkynning barst lögreglu skömmu eftir atvikið klukkan 13:20. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert