Allt iðar af lífi á Sauðárkróki

Mynd/Jón Kristján Sigurðsson

Veðrið leikur við keppendur og gesti á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki. Sól, blankalogn og 15 stiga hiti er í Skagafirði. Keppendur hófu daginn snemma en þá hófst keppni í nokkrum greinum sem standa mun yfir í allan dag. Mótssetning verður á íþróttavellinum í kvöld.

„Við erum mjög glöð, veðrið yndislegt og sól skín í heiði. Mótið er farið fyrir alvöru af stað, hér iðar allt af lífi og sé ekki fram á annað en við eigum eftir að eiga frábæra helgi saman. Við erum afar sátt við þátttökuna og segja má að hún sé eftir okkar væntingum. Það gekk allt saman mjög vel á tjaldsvæðinu í nótt og þeir síðustu voru að koma klukkan þrjú, allir glaðir og allt gekk samkvæmt áætlun. Við erum þakklát fyrir hina góðu þátttöku og veðrið sem á vonandi eftir að leika við okkur alla helgina," sagði Ómar Bragi Stefánsson framkvæmdastjóri 17. Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fer á Sauðárkróki um helgina. 

Mynd/Jón Kristján Sigurðsson
Mynd/Jón Kristján Sigurðsson
Mynd/Jón Kristján Sigurðsson
Mynd/Jón Kristján Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert