Mesta úrkoma í 30 ár

Lítið sást til sólar í júlí.
Lítið sást til sólar í júlí. mbl.is/Kristinn

Bráðabirgðatölur sýna að úrkoman í nýliðnum júlímánuði í Reykjavík hafi verið 89,3 millimetrar.

Það er það mesta í þessum mánuði í 30 ár eða síðan 1984. Þá mældist úrkoman 113,3 millimetrar, samkvæmt upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræðings.

Meðalhitinn í júlí er nálægt 11,7 gráðum sem er um 1,1 stigi ofan meðaltals áranna 1961 til 1990 en 0,3 gráðum undir meðallagi síðustu tíu júlímánaða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert