Feiknastórt olíuskip við Örfirisey

Skipið er komið hingað frá Bandaríkjunum á leið suður til …
Skipið er komið hingað frá Bandaríkjunum á leið suður til Evrópu. Olía streymir nú frá Bandaríkjunum. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Sjá mátti feiknastórt olíuflutningaskip liggja við landfestar í Reykjavíkurhöfn í gær. Skipið heitir Maxwell Bay og samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum er það rúm þrjátíu þúsund brúttótonn, 177 metra langt og 32 metra breitt.

Í Morgunblaðinu í dag segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna,  skipið vera óvenjustórt.

„Þetta skip er með þeim tignarlegri sem hingað hafa komið, og nálgast í raun hámark þeirrar lengdar á skipum sem við getum tekið á móti. Þau rista djúpt þessi skip,“ segir Gísli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert