Stjórnvöld greiði fyrir málssóknir

Laugavegur 15. Íbúðir í þessu húsi eru leigðar út til …
Laugavegur 15. Íbúðir í þessu húsi eru leigðar út til ferðamanna. Íbúðahótelið Room with a View Apartments leigir út íbúðirnar og íbúðir á Laugavegi 18. Tekið skal fram að útleiga þessara íbúða er ótengd efni þessarar fréttar. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ónæði vegna skammtímaleigu á íbúðum til ferðamanna í miðborg Reykjavíkur er orðið útbreitt vandamál og telur Húseigendafélagið tilefni til þess að rýmka heimildir til gjafsókna. Fjöldi fólks í miðborginni hiki við sækja rétt sinn vegna mikils kostnaðar við lögfræðiþjónustu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, aflsmun á milli stórra leigufélaga, sem hafi jafnvel tugi íbúða í leigu, og íbúa í húsum sem hefur að hluta verið breytt í íbúðahótel á síðustu árum.

„Stór fyrirtæki sem kaupa fjölda íbúða eru öflug fyrir rétti. Þau geta varið sig. Þar eru peningarnir en ekki hjá þeim íbúum sem eru jafnvel orðnir í minnihluta í fjölbýlishúsum. Til að bregðast við þessu væri hægt að rýmka heimild til þess að veita gjafsókn. Þeir sem hafa ekki efni á að sækja rétt sinn geta þá sótt um gjafsókn til innanríkisráðuneytisins. Ríkið greiðir þá kostnaðinn,“ segir Sigurður Helgi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert