Rýming gengur vel

Bárðarbunga og hálendið norðan Vatnajökuls.
Bárðarbunga og hálendið norðan Vatnajökuls. Kort/Landmælingar Íslands

Rýming gekk vel í nótt á hálendinu norðan Dyngjujökuls og verður því framhaldið í dag, að sögn Rögnvalds Ólafssonar, verkefnastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Líkt og fram hefur komið ákváðu lögreglustjórarnir á Húsavík og á Seyðisfirði í samstarfi við almannavarnir í gær að rýma hálendið norðan Dyngjujökuls vegna jarðhræringa síðustu daga. Talið er að ekki sé hægt að útiloka að skjálftavirknin í kringum Bárðarbungu leiði til eldgoss með stuttum fyrirvara. 

Þá var einnig ákveðið að lýsa yfir hættu­stigi al­manna­varna á svæðinu en hingað til hef­ur aðeins verið um óvissu­stig að ræða. 

Lög­regl­an á Húsa­vík sagði í sam­tali við mbl.is í gærkvöldi að laus­lega ágiskað gæti fjöldi manna á þessu svæði verið um 100 manns. 

Í til­kynn­ingu frá aðgerðar­stjórn Al­manna­varna í gærkvöld seg­ir að lok­an­irn­ar á slóðum á svæðinu séu eft­ir­far­andi:

Í tilkynningu frá aðgerðarstjórn Almannavarna í kvöld segir að lokanirnar á slóðum á svæðinu séu eftirfarandi:

1. Inn á F88 af þjóðvegi 1 við Hrossaborg

2. Inn á F910 Kverkfjallaleið af F805 við Þríhyrningsleið. 

3. F910 Gæsavatnaleið af F84 við Tómasarhaga. 

4. Frá Grænavatni Mývatnssveit inn á Dyngjufjallaleið. 

5. Frá Svartárkoti í Bárðardal inn á Dyngjufjallaleið. 

6. Frá Stórutungu inn á leiðina upp með Skjálfandafljóti að austan. 

Jarðhræringar í Bárðarbungu.
Jarðhræringar í Bárðarbungu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert