Fundu eintak af einni sjaldgæfustu jurt landsins

Skeggburkni er á válista yfir tegundir í útrýmingarhættu.
Skeggburkni er á válista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Ljósmynd/Lára Guðmundsdóttir

Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar glöddust þegar þeir fundu nýja plöntu af einni sjaldgæfustu tegund landsins.

Skeggburkni er í klettaskoru á Norðurlandi, skammt neðan við þann stað þar sem vitað var um einu plönturnar af þessari tegund.

Valgarður Egilsson fann tvo skeggburkna í klettasprungunni á árinu 1960. Þrátt fyrir mikla leit hafa fleiri plöntur ekki fundist á svæðinu, þar til nú að sú þriðja fannst. Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar hafa í sumar farið á vaxtarstaði sjaldgæfra háplöntutegunda, að því er fram kemur í umfjöllun um fund þennan í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert