Höfða mál vegna „heimatilbúins hráefnisskorts“

Bækistöðvar Vísis í Grindavík.
Bækistöðvar Vísis í Grindavík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) hefur höfðað mál fyrir hönd Framsýnar stéttarfélags gegn Vísi hf. fyrir Félagsdómi.

Þar er þess krafist að viðurkennt verði að rekstrarstöðvun sem Vísir boðaði þann 1. apríl sl. hafi falið í sér brot á kjarasamningi SGS og SA. Hin boðaða rekstrarstöðvun var sögð vera vegna hráefnisskorts og því var starfsfólk sent heim án launa eins og tilvitnað kjarasamningsákvæði heimilar.

Frá þessu er greint á heimasíðu Alþýðusambandsins og þar kemur fram að Starfsgreinasambandið telji að ekki hafi verið forsendur til þess að beita viðkomandi ákvæði kjarasamningsins, sem á við ef um hráefnisskort er að ræða, enda sé stöðvun vinnslu Vísis að rekja til niðurlagningar starfsstöðvar en ekki hráefnisskorts.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert