Milljarður í leigða bíla

Landspítalinn borgar um 280 þúsund krónur á degi hverjum fyrir …
Landspítalinn borgar um 280 þúsund krónur á degi hverjum fyrir leigubíla. mbl.is/Jim Smart

Ríkið hefur eytt 1,265 milljörðum í leigubíla á árunum 2004-2013. Árið 2013 nam kostnaðurinn 172,5 milljónum króna, þar af átti Landspítalinn stærstan hlut.

Landspítalinn keypti leigubílaþjónustu fyrir 102 milljónir í fyrra og hefur á árunum 2004-2013 ráðstafað 663 milljónum til leigubílaþjónustu.

Næst mest hefur utanríkisráðuneytið eytt í leigubílaþjónustu, en kostnaðurinn nemur 62,6 milljónum á árunum 2004-2013, en í fyrra var kostnaðurinn rúmlega 8 milljónir. Embætti forseta Íslands eyddi 1,7 milljónum í leigubíla í fyrra, en Háskóli Íslands 2,1 milljón, að því er fram kemur í umfjöllun um þessa fjárnotkun í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert