Ákaft fagnað í Royal Albert Hall

Sinfóníuhljómsveitin í Royal Albert Hall í gærkvöldi.
Sinfóníuhljómsveitin í Royal Albert Hall í gærkvöldi. mbl.is/Alastair Muir

Sinfóníuhljómsveit Íslands lék í gærkvöldi á einni þekktustu og virtustu tónlistarhátíð heims, BBC Proms, í Royal Albert Hall í Lundúnum.

Ilan Volkov stýrði hljómsveitinni í flutningi á fjórum verkum: Geysi eftir Jón Leifs, Storku (Magma) eftir Hauk Tómasson, Píanókonserti eftir Robert Schumann og 5. sinfóníu Beethovens. Bandaríski píanóleikarinn Jonathan Biss lék einleik í píanókonsertinum og var fagnað mjög að loknum flutningi.

Hljómsveitin lék tvö aukalög eftir mikið klapp, stapp og fagnaðarlæti gesta, Hughreystingu eftir Jón Leifs og Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns. Sáust gestir brosa út að eyrum í flutningi þess síðarnefnda þar sem hljómsveitin fór á harðaspretti yfir sandinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert