Heyra illa í útvarpinu

Ævar Ísak Sigurgeirsson, verslunarmaður í Ásbyrgi, segir að fólki á svæðinu sé léttir af því að heyra að gosið sé í Dyngjujökli en ekki í Bárðarbungu. Það þýði að flóð í Jökulsá á Fjöllum verði vonandi minna en það hefði annars orðið.

„Okkur gengur reyndar illa að fá fréttir af því sem er að gerast því FM-bylgja Ríkisútvarpsins heyrist ekki á svæðinu. Ég náði hins vegar langbylgju og heyrði þar að það væri byrjað að gjósa,“ sagði Ævar.

Ævar sagði að það hefðu verið 60 manns í mat í Ásbyrgi í hádeginu. Fjöldi erlendra ferðamanna sé á svæðinu og margar rútur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert