Öll met slegin í Reykjavíkurmaraþoni

Frá Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra.
Frá Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í dag í 31.sinn. Þó að skráningu sé ekki endanlega lokið hefur þegar verið slegið þátttökumet í hlaupinu. Heildarfjöldi skráðra þátttakenda er nú 15.286 en gamla þátttökumetið sem sett var í fyrra var 14.272.

1.055 hafa skráð sig í maraþonhlaupið, 2.491 hafa skráð sig í hálft maraþon, 7.035 ætla að hlaupa 10 km, 30 lið hafa skráð sig til keppni í boðhlaup (114) og 1.879 ætla að hlaupa Latabæjarhlaup.

Skráðir erlendir þátttakendur eru meira en 2.000 talsins frá 62 þjóðernum og hafa aldrei verið fleiri í sögu hlaupsins.

Þeir sem ekki náðu að koma í Laugardalshöllina til að skrá sig geta komið í Menntskólann í Reykjavík í dag til að skrá sig og sækja skráningargögn. Opnað verður kl.7:00. Skráning og afhending gagna í Latabæjarhlaupið fer fram í tjaldi í suðurenda Hljómskálagarðsins frá kl.12.

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Á vefnum hafa þegar safnast um 75 milljónir til góðra málefna sem er einnig met. Í fyrra söfnuðust 72,5 milljónir og hafði þá aldrei safnast meira. Áheitasöfnunin verður opin fram á miðnætti á mánudag og ekki ólíklegt að talan eigi eftir að hækka eitthvað. Margir hafa lofað hærri áheitum ef hlauparar ná ákveðnum markmiðum í dag.

Tímasetning hlaups í Lækjargötu

08:40 Maraþon, hálfmaraþon og boðhlaup

09:35 10 km hlaup

12:15 Skemmtiskokk 3 km

14:40 Tímatöku hætt

Latabæjarhlaup í Hljómskálagarðinum

13:15 - Upphitun við rásmark

13:20 - Blá leið (6-8 ára) - ræst í 1,3 km hlaup

13:30 - Upphitun við rásmark

13:35 - Gul leið (5 ára og yngri) - ræst í 550 m hlaup

Hægt er að fylgjast með gangi mála í Lækjargötunni á marathon.is. Lifandi úrslit sem uppfærð verða á 10 sekúndna fresti í dag má finna hér: marathon.is/urslit/millitimar-ostadhfest-urslit

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert