Dregið verði úr krafti ryksugnanna

Nýir gæðastaðlar munu einfalda samanburð á ryksugum.
Nýir gæðastaðlar munu einfalda samanburð á ryksugum. mbl.is/Árni Sæberg

Nýjar reglur Evrópusambandsins um ryksugur taka gildi 1. september næstkomandi en samkvæmt þeim verður afl ryksugumótora nú takmarkað við 1.600 W.

Ekki verður látið þar við sitja enda er ætlunin að framleiðendur trappi kraft mótoranna niður á næstu árum og 1. september 2017 munu ryksugur ekki mega vera öflugri en 900 W.

Í umfjöllun um örlög ryksugunnar í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að einn helsti tilgangur ryksugureglugerðarinnar mun vera að draga úr orkunotkun. Hún nær til Íslands á grundvelli EES-samningsins en ekki er ljóst hvenær reglugerðin verður formlega innleidd á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert