Óvissan enn mikil

Magnús Tumi Guðmundsson segir að mikil óvissa ríki um framhaldið í norðanverðum Vatnajökli. „Hvað er þarna ferðinni, það mun skýrast betur á morgun,“ sagði hann í samtali við RÚV í kvöld. Hann segir engin merki um eldgos á jarðskjálftamælum, en hann útilokar ekki að lítið eldgos hafi orðið sunnan við Bárðarbungu, mögulega fyrir nokkrum dögum.


Hann segir hugsanlegt að bræðsluvatnið, á bilinu 30-40 milljónir rúmmetra hafi runnið niður til Grímsvatna. Það sé hins vegar ekki vitað á þessari stundu, en þetta sé á vatnaskilum milli Grímsvatna og Jökulsár á Fjöllum.

„Það er veruleg óvissa. Svo gæti þetta verið einhver atburður sem er skammt á veg kominn, eða þetta gæti líka verið mjög öflugur jarðhiti sem tengist þessari miklu innskotavirkni. En þetta er á stað sem hefur ekki verið nein umtalsverð skjálftavirkni núna á meðan þessum atburðum hefur staðið,“ segir Magnús Tumi.

Magnús var um borð í TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, sem flaug yfir Vatnajökul í gær. Sprungur sáust á yfirborðinu við Dyngjujökul sem hafa myndast og í kvöld var flogið yfir Báðrðarbungu og þá sáust ferskrar sprungur sunnan við bunguna. Ljóst sé að sprungur séu norðan við Gjálp. Þar eru sigdældir sem eru um 4-6 km á lengd og 10-15

 Sigketill, sem talin er vera á vatnaskilum Bárðarbungu og Grímsvatna, er talinn vera 4-6 km langur, um einn km á breidd og um 10-20 metra djúpar.

Ljóst er að umtalsvert magn af vatni hefur bráðnað, eða er að bráðna, á jöklinum og því talin hætta á jökulhlaupi að sögn almannavarna. Ekki er hægt að segja með vissu hversu stór flóðið verður né hvort það mun renna niður Skeiðarársand eða falla í Jökulsá á Fjöllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert