Tugir áskrifenda hafa sagt DV upp

Reynir Traustason, ritstjóri DV.
Reynir Traustason, ritstjóri DV.

Reynir Traustason, ritstjóri DV, upplýsir um það á samfélagsvefnum Facebook í dag að tugir áskrifenda hafi sagt upp DV og rekur það til aðkomu Björns Leifssonar að eigendahópi fjölmiðilsins. Aðalfundur DV ehf. fer fram um miðjan dag á morgun en þar verða eigendamálin í brennidepli.

Eins og greint var frá á mbl.is í gær ríkir óvissu­ástand á frétta­stofu DV þessa dag­ana en mikl­ar deil­ur hafa verið í stjórn DV und­an­farna mánuði sem leiddu til þess að Þor­steinn Guðna­son var sett­ur af sem stjórn­ar­formaður fyr­ir­tæk­is­ins. Í kjöl­farið hófst bar­átta um fyr­ir­tækið sem stend­ur enn yfir.

„Ég bið það góða fólk sem er í áskrift að halda ró sinni og ígrunda málið eftir aðalfund á morgun. Enn sem komið er hefur Björn ekki náð fram vilja sínum gagnvart ritstjórninni þótt óneitanlega setji hann svartan blett á hluthafahópinn,“ skrifar Reynir á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert