Ólympíustúka mun rísa í Laugardal

Hér má sjá hluta stúkunnar frá því á Ólympíuleikunum í …
Hér má sjá hluta stúkunnar frá því á Ólympíuleikunum í London árið 2010, en hún rúmar 4.200 manns. mbl.is/afp

Fimleikasamband Íslands hefur brugðið á það ráð að leigja áhorfendastúku sem notuð var á Ólympíuleikunum í London árið 2010 fyrir Evrópumeistaramótið í hópfimleikum 2014 sem haldið verður í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal dagana 15.-18. október næstkomandi.

Stúkan tekur 4.200 manns í sæti. Mótið er stærsti innanhúss íþróttaviðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi en 42 lið frá 14 þjóðlöndum eru skráð til leiks og býst sambandið við rúmlega 800 keppendum og fylgdarmönnum.

„Við erum að leigja þessa stúku en óskastaðan er auðvitað að hún sé keypt – bara fyrir alla. Ekki bara til að nota við íþróttir heldur líka fyrir menningu og listir,“ segir Sólveig Jónsdóttir hjá Fimleikasambandi Íslands, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert