Mældi öskumagn í lofti

Samstarfshópur um flugmælingar á eldfjallaösku mældi öskumagn í lofti úr gosinu í Holuhrauni um hádegið í gær í samstarfi við Icelandair.

Mælingarnar voru gerðar af Gylfa Árnasyni, kennara við Háskólann í Reykjavík, úr flugvélinni TF-137 og stóðu yfir í um eina klukkustund. Flugið var farið með sérstöku leyfi Samhæfingarstöðvar Almannavarna í Húsavík, að því er segir í tilkynningu.

Fram kemur, að verið sé að vinna úr niðurstöðum og verða niðurstöðurnar birtar hér jafnskjótt og þær liggja fyrir.

Forsvarsmenn samstarfshóps um flugmælingar á eldfjallaösku eru:

Háskóli Íslands (Jónas Elíasson), Háskólinn í Reykjavík (Þorgeir Pálsson), Reiknistofa í Veðurfræði (Ólafur Rögnvaldsson), Háskólinn í Düsseldorf (Konradin Weber) og Háskólinn í Kyoto (Junichi Yoshitani

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert