Hringdi í Sigmund vegna Nærabergs

Færeyska skipið Næraberg.
Færeyska skipið Næraberg. mbl.is/Ómar

Lögmaður Færeyja, Kaj Leo Holm Johannesen, hringdi í Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vegna færeyska togarans Næraberg sem ekki fékk fyrst í stað þjónustu hér á landi á dögunum vegna þess að skipið hafði verið á makrílveiðum við Grænland.

Johannesen sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að hann þekkti ekki alla málavexti en hann hefði slegið á þráðinn til Sigmundar vegna málsins og skilist að það yrði allt í lagi með það. Næraberg fékk á endanum alla þá þjónustu sem það óskaði eftir hér á landi.

Frétt mbl.is: Færeyska skipið farið frá Íslandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert