Fyrsta öryggismyndavélin á Selfossi

Öryggismyndavél, en myndin tengist fréttinni ekki.
Öryggismyndavél, en myndin tengist fréttinni ekki. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Ný öryggismyndavél hefur verið tekin í notkun á Selfossi og er hún staðsett við Biskupstungnabraut.

Vélin sýnir þjóðveg eitt sem liggur til og frá Selfossi og er ætlað að vera hjálpartæki fyrir lögregluna til að þekkja bíla sem gæti m.a. hafa sést til við innbrot.

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar, og Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður tóku vélina formlega í notkun en myndir úr henni sjást einungis í tölvu sem staðsett er á lögreglustöðinni á Selfossi. Ætlunin er að setja upp fleiri myndavélar í sveitarfélaginu á næstu mánuðum en þær verða allar staðsettar við innkomur í þéttbýliskjarnana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert