Átta vilja verða svæðisstjóri

Samtals sóttu átta einstaklingar um stöðu Svæðisstjóra RÚVAK hjá Ríkisútvarpinu en umsóknarfresturinn rann út á miðnætti í gær. Fram kemur í fréttatilkynningu að auglýst hafi verið eftir kraftmiklum og hugmyndaríkum einstaklingi með frétta- og stjórnunarreynslu til að leiða breytingar sem miðuðu að því að leggja aukna áherslu á landsbyggðina.

Hér má sjá lista yfir umsækjendur:
• Björn Þorláksson - Ritstjóri og rithöfundur
• Freyja Dögg Frímannsdóttir - Verkefnastjóri
• Hulda Sif Hermannsdóttir - Verkefnastjóri viðburða og menningarmála Akureyrarstofu
• Ingibjörg Ingadóttir - Framhaldsskólakennari og meistaranemi
• Kristján Atli Baldursson Dýrfjörð - Sýningarstjóri
• Sigurður Einarsson - Framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík
• Sveinn H. Guðmarsson - Fréttamaður
• Óli Örn Andreassen - Dagskrárgerðarmaður

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert