Í sömu sporum og 2004

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Starfandi fólki á vinnumarkaði hefur fjölgað mjög að undanförnu og er fjöldi þess nú orðinn svipaður sem hlutfall af mannfjöldanum og var fyrir áratug eða í júlí árið 2004.

Batnandi ástand á vinnumarkaði stafar fyrst og fremst af fjölgun fólks á vinnumarkaði en ekki hefur dregið jafnhratt úr fjölda atvinnulausra.

Að mati ASÍ voru yfir fimm þúsund fleiri starfandi í júlí sl. en í sama mánuði í fyrra. Fram kemur í síðustu vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar að fjöldi starfandi fólks var um 179 þúsund í júlí í sumar og hlutfall þess af mannfjöldanum 78,6%, skv. árstíðaleiðréttum útreikningum. Þetta hlutfall hefur ekki verið hærra frá því að kreppan reið yfir. Fjöldi starfandi sem hlutfall af mannfjöldanum er nú hinn sami og í júlí 2004.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert