Virkni hlaupin í Gunnuhver

Mynd af hvernum frá árinu 2008 þegar virkni hljóp síðast …
Mynd af hvernum frá árinu 2008 þegar virkni hljóp síðast í hann. Mynd/Víkurfréttir

Aukin virkni hefur í dag verið í Gunnuhver á Reykjanesi. Víkurfréttir greina frá þessu nú í dag. Gunnuhver er stærsti leirhver á Íslandi og árið 2010 var settur upp útsýnispallur á svæðinu eftir að virkni hafði hlaupið í hverinn þremur árum áður með þeim afleiðingum að útsýnispallurinn eyðilagðist. 

Að sögn Víkurfrétta hefur lögreglan girt svæðið af nú í kvöld vegna hættuástands. Er því lýst svo að leirinn slettist marga metra upp í loftið og gamall trépallur á svæðinu er að falla ofan í hverinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert