Snarpir skjálftar við Bárðarbungu

Mynd NASA af Bárðarbungu og eldstöðvunum í Holuhrauni
Mynd NASA af Bárðarbungu og eldstöðvunum í Holuhrauni NASA

Tveir snarpir skjálftar hafa verið við Bárðarbungu nú í kvöld. Sá minni var um 4,8 að stærð, norð-austur af Bárðarbungu klukkan rúmlega átta, en sá stærri var 5,4 að stærð, og því sá stærsti á svæðinu í meira en hálfan annan sólarhring. Hann var staðsettur um 9,2 km norð-austur af Bárðarbungu. 

Ekki hafa komið margir stórir skjálftar í dag, en sá stærsti á undan þessum tveimur kom í morgun klukkan 10. Sá mældist einnig 4,8 að stærð á svipuðu svæði. 

Sjá skjálftavakt Veðurstofunnar í Vatnajökli

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert