Mengunarsvæðið færist sunnar

Frá eldgosinu í Holuhrauni.
Frá eldgosinu í Holuhrauni. mbl.is/Árni Sæberg

Þar sem austlæg átt er yfir landinu og má búast við gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni vestan gosstöðvanna. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Samkvæmt upplýsingum á vefnum nær mengunarsvæðið vestur yfir Hofsjökul og norður í Skagafjörð.

Íbúar á Vestfjörðum hafa tilkynnt um mistur, en ekki er útilokað að það eigi upptök í eldgosinu.

Á morgun er búist við að mengunarsvæðið færist sunnar og nái yfir Miðhálendið vestan og suðvestan gosstöðvanna. Samkvæmt Veðurstofunni er ekki er hægt að útiloka að mengunarinnar verði vart á stærra svæði. 

Sjá nánar á vef Veðurstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert